Kevin Grandberg æfir með Keflavík
Kevin Grandberg, fyrrum leikmaður og þjálfari hjá Stjörnunni í körfuknattleik, æfði í gær með Keflavík á æfingu liðsins í Heiðarskóla. Grandberg sem er stór og stæðilegur miðherji fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrr á árinu og myndi því ekki teljast útlendingur ef hann myndi ákveða að spila með liðinu en eins og flestir vita mun Damon Johnson leika aftur með Keflavík í vetur.Hrannar Hólm, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, sagði í samtali við Víkurfréttir að Keflavík hefði áhuga á því að semja við kappann en það væri þó ekkert ljóst í þeim málum enn sem komið er. „Við erum að skoða þessi mál með Grandberg og má búast við niðurstöðu von bráðar en Grandberg hefur verið að þreyfa fyrir sér erlendis undanfarið“, sagði Hrannar.
Nokkur lið á Íslandi hafa sýnt honum áhuga en ef hann ákveður að spila hér á landi er talsverðar líkur á því að Keflavík verði fyrir valinu og má þá búast við þeim gríðarlega sterkum í vetur enda hafa þeir að auki endurheimt Hjört Harðarson og Þorstein Húnfjörð.
Nokkur lið á Íslandi hafa sýnt honum áhuga en ef hann ákveður að spila hér á landi er talsverðar líkur á því að Keflavík verði fyrir valinu og má þá búast við þeim gríðarlega sterkum í vetur enda hafa þeir að auki endurheimt Hjört Harðarson og Þorstein Húnfjörð.