Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kevin Durant og félagar í Flugstöðinni
Kevin Durant er hægra megin á myndinni en hann virðist vera afar jarðbundin stórstjarna.
Föstudagur 4. október 2013 kl. 06:56

Kevin Durant og félagar í Flugstöðinni

NBA lið Oklahoma City Thunder á Íslandi

NBA liðið Oklahoma City Thunder átti leið um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gær. Innan raða liðsins er ein skærasta stjarna körfuboltaheimsins, Kevin Durant sem af mörgum er talinn næstbesti leikmaður NBA deildarinnar um þessar mundir á eftir Lebron James. Lið Oklahoma er mjög sterkt en liðið lék til úrslita um NBA titilinn árið 2012 gegn Miami en mátti sætta sig við ósigur.

Hávaxnir leikmennirnir gáfu sér tíma til þess að heilsa upp á starfsfólk og hér á neðan má m.a. sjá skemmtilega mynd þar sem stærðarmunurinn á körfuboltamönnunum og starfsmönnum Fríhafnarinnar kemur greinilega í ljós.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hasheem Thabeet er ekki nema 2,21 cm á hæð.