Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kenneth á bekknum
Sunnudagur 28. maí 2006 kl. 19:01

Kenneth á bekknum

Sænski varnarmaðurinn Kenneth Gustafsson er í leikmannahópi Keflavíkur gegn KR en Kenneth hefur verið meiddur og ekki náð að leika með Keflavíkurliðinu til þessa í Landsbankadeildinni. Það er aldrei að vita nema að Kenneth komi inn á í kvöld og fái smá tíma við hlið Guðmundar Mete í miðvarðarstöðunni.

 

Stefán Örn Arnarson tekur út leikbann eftir að hafa litið rautt spjald gegn Grindvíkingum. Nokkur vindur er á Keflavíkurvelli en heiðskírt og bjart þegar um 20 mínútur eru þangað til Egill Már Markússon, dómari leiksins, flautar til leiks.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024