Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 30. september 1999 kl. 22:56

KEMUR KNUDSEN MEÐ PÁLI?

Margur knattspyrnuáhugamaðurinn fagnaði komu Páls Guðlaugssonar til Keflavíkur og fannst tími kominn á að ráða utanbæjarmann í forystuhlutverkið. Mikill áhugi er á hvort Páli fylgi einhver útlendingurinn úr sveitinni frá Ólafsfirði og sérstaklega renna menn hýru auga til færeyska landsliðsmarkvarðarins Jens Martins Knudsen sem reyndist Keflvíkingum erfiður ljár í þúfu á nýliðnu tímabili.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024