Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kekic leikur með Reynismönnum í sumar
Þriðjudagur 24. mars 2009 kl. 11:58

Kekic leikur með Reynismönnum í sumar

Sinisa Valdimar Kekic hefur skrifað undir samning við Knattspyrnudeild Reynis og mun því spila með liðinu í sumar. Þetta er án efa gríðalegur styrkur fyrir Reyni, þar sem Keli hefur verið einn allra besti leikmaður á íslandi síðustu ár. Þetta kemur fram á vef Reynismanna

Keli eins og hann er kallaður, getur spilað allstaðar á vellinum og býr yfir gríðalegri reynslu sem ætti að nýtast liðinu vel. Keli spilaði lengst af með Grindavík en hann var þar frá árinu 1996-2006. Síðan þá hefur hann spilað með Þrótt R, Víking R og HK. Keli á um 200 leiki að baki í efstu deildum og um 50 mörk í þeim.

Siggi Branz varaformaður knattspyrnudeildar Reynis var að vonum mjög sáttur og hafði þetta að segja um komu Kela ,, Ég  er mjög ánægður að fá Kela, þetta er búið að taka 3 vikur síðan við byrjuðum að tala saman. Hann verður mikil styrkur fyrir okkur í sumar. Áhugavert er að þetta skuli gerast á afmælisdeginum mínum. Þetta er tvöföld hamingja fyrir mig og Reyni." Sagði Siggi léttur í lund.

Keli hafði þetta að segja um að vera kominn í Sandgerði:  ,,Ég er mjög ánægður með að vera kominn og hlakka mikið til að byrja spila með Reyni."

Þegar hann var spurður hvar hann kæmi til með að spila í sumar sagði hann: ,, Ég spila bara þar sem þjálfarinn setur mig, vörn, sókn eða miðju skiptir ekki máli, bara þar sem ég nýtist best.”

Byrjar þú strax að æfa með liðinu?
,,Já eg byrja strax að æfa með liðinu."

Hvernig formi ert þú í núna?
,, Ég er ekki í mjög góðu formi eins og er kannski svona 60-70%, ég er allveg 100% að ég verð komin í gott form fyrir fyrsta leik sem er eftir 50-60 daga. Ég er búin að vera æfa sjálfur og spila smá og hef núna þennan tíma til að komast í gott stand.”

Eitthvað sem þú vilt segja við stuðningsmenn Reynis?

,,Bara númer 1,2 og 3 bara mæta á leiki og styðja liðið, það er gott fyrir okkur leikmennina og kemur til með að hjálpa okkur mikið í sumar. Þetta er spennandi verkefni og gott fyrir bæjarfélagið að standa saman í þessu.”

Þekkir þú eitthvað til Kristó þjálfara?
,,Ég þekki lítilega til Kristó. Þegar hann var í Fram um 98 minnir mig spilaði ég  nokkrum sinnum  gegn honum. Hann er mjög góður leikmaður og spilar flottan bolta. Það verður bara gaman að spila undir hans stjórn."

Af vef Reynismanna Reynir.is

www.245.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024