Kekic hetja Grindvíkinga í dag
Sinisa Kekic skoraði örlagaríkasta markið undir lok leiks Grindavíkur og KA í Landsbankadeildinni í knattspyrnu í dag. Hann jafnaði fyrir Grindvíkinga á 87. mínútu, bjargaði þeim frá falli og sendi Þróttara niður í 1. deild. Mikið rok var í Grindavík í dag og bar leikurinn þess merki. KA náði forystunni gegn Grindavík á 54. mínútu. Lokastaðan í fallbaráttunni var því sú að Grindavík fékk 23 stig, Fram 23, KA 22, Þróttur 22 og Valur 20 stig.