Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

  • Keflvískur sigur í kvöld
  • Keflvískur sigur í kvöld
    Villi kátur með sigur sinna manna.
Fimmtudagur 19. október 2017 kl. 23:12

Keflvískur sigur í kvöld

Keflavík fékk Grindvíkinga í heimsókn í kvöld í Domino´s deild karla en leikurinn endaði með sigri Keflavíkur 93:88. Leikurinn var gríðarlega spennandi og mjótt var á munum nánast allan leikinn.

Stigahæstur í Keflavík var Cameron Forte með 20 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar. Á eftir honum var Ragnar Örn Bragason með 14 stig og sá þriðji var Daði Lár Jónsson með 10 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í liði Grindvíkinga var Rashad Whack stigahæstur með 31 stig og 5 stoðsendingar. Þar á eftir var Sigurður Gunnar Þorsteinsson með 16 stig og 10 fráköst og Ingvi Þór Guðmundsson með 13 stig og 7 stoðsendingar.

Troðfullt var í húsinu og mikil stemning á Sunnubrautinni. Meðfylgjandi myndir tók Sólborg Guðbrandsdóttir.