Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvískur sigur í bæjarslagnum - myndaveisla
Ljósmyndir úr leiknum tók Hilmar Bragi Bárðarson.
Föstudagur 18. október 2019 kl. 22:08

Keflvískur sigur í bæjarslagnum - myndaveisla

Keflvíkingar fóru með sigur af Njarðvíkingum 88:84 í viðureign liðanna í Dominos-deild karla í körfuknattleik í kvöld. Leikið var í Bluehöllinni í Keflavík. Keflvíkingar eru enn ósigraðir eftir þriðju umferð deildarinnar.

Keflvíkingar voru með undirtökin allan leikinn. Þeir leiddu í hálfleik með 50 stigum gegn 36. Eftir þriðja leikhluta var staðan 71:56 fyrir heimamenn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það var ekki fyrr en í fjórða og síðasta leikhlutanum sem Njarðvíkingar ógnuðu Keflavík eitthvað að ráði en lokastaðan var sigur Keflavíkur, 88:84.

Dominykas Milka skoraði 24 stig fyrir Keflavík, Deane Williams 20 og Khalil Ullah Ahmad 19.

Hjá Njarðvík var Mario Matasovic stigahæstur með 19 stig og Maciek Stanislav Baginski með 14.

Körfubolti - myndasería úr leik Keflavíkur og Njarðvíkur 18. október 2019