Keflvískt badmintonfólk gerir það gott
Ellefu keppendur frá Badmintondeild Keflavíkur tóku þátt í Unglingameistaramóti Hafnarfjarðar helgina 22. og 23. nóvember. Á laugardeginum kepptu yngri flokkar, U-13 ára og U-15 ára, þar sem Drífa Þ Reynisdóttir fékk gull í einliðaleik í B-flokki U-13 ára og Helena Sævarsdóttir silfur í tvíliðaleik í sama flokk. Á sunnudeginum var keppt í U-17 ára og U-19 ára. Þar fór Þorgerður Jóhannsdóttir hamförum og sigraði þrefalt þ.e. í einliðaleik U-17 ára, tvíliðaleik þar sem U-17 og U-19 kepptu saman og svo í tvenndarleik U-19Ólafur Jón Jónsson fékk silfur í einliðaleik og gull ásamt Þorgerði í tvenndarleik sömu flokka. Ólafur Jón og Hólmsteinn kepptu í tvíliðaleik í U 19 og komust í undanúrslit. Í B-flokk U17 ára sigraði Sandra Helgadóttir í einliðaleik og Stefanía Kristjánsdóttir fékk silfur.
Mynd og efni af heimasíðu badmintondeildar Keflavíkur.
Mynd og efni af heimasíðu badmintondeildar Keflavíkur.