Keflvískir unglingar góðir í skotfimi
Keflvíkingar eiga Íslandsmeistara í skotfimi en Magnús G. Jensson sigraði í unglingaflokki á Íslandsmótinu sem fram fór í Egilshöllinni um síðustu helgi.
Keflvíkingar gerðu það gott í unglingaflokki því Elmar T. Sverrisson varð annar og þriðji varð Jakub I. Pitak. Þeir koma allir úr Skotdeild Keflavíkur. Þeir saman unnu síðan liðakeppnina.
Í flokki fullorðinna varð Theódór Kjartansson úr Skotdeild Keflavíkur í 3. sæti.