Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Keflvískir bræður sigursælir á Andrés Andar leikunum
  • Keflvískir bræður sigursælir á Andrés Andar leikunum
Fimmtudagur 27. apríl 2017 kl. 10:16

Keflvískir bræður sigursælir á Andrés Andar leikunum

Bræðurnir Snorri Rafn William Davíðsson og Ingi Rafn William Davíðsson unnu báðir til verðlauna á Andrésar Andar leikunum á skíðum sem haldnir voru á Akureyri 19.-22. apríl síðastliðinn. Andrésar leikarnir voru nú haldnir í 42. skipti en þeir eru langfjölmennasta skíðamót landsins en þar taka þátt allir bestu skíðakrakkar landsins á aldrinum 6-15 ára.

Snorri Rafn sem er 9 ára varð í 3. sæti í stórsvigi og 4. sæti í svigi en gefin voru verðlaun fyrir sex fyrstu sætin vegna mikils fjölda keppenda. Þetta er í fjórða skiptið sem Snorri Rafn tekur þátt á Andrésar leikunum en hann hefur samtals unnið þar til sex verðlauna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ingi Rafn sem er 6 ára var að keppa í fyrsta skiptið á Andrésar Andar leikunum en hann fékk verðlaun fyrir 7. sætið í stórsvigi en ekki er keppt í svigi í hans aldursflokki.  Eftir fyrri ferðina var hann ekki í verðlaunasæti en með frábærri seinni ferð náði hann að hækka sig upp í 7. sætið og ná í sín fyrstu skíðaverðlaun.

Þeir bræður æfa með skíðadeild Ármanns en þeir hafa verið duglegir að æfa skíði í Bláfjöllum þrátt fyrir að skíðavertíðin hafi byrjaði seint þennan veturinn þar sem mikið vantaði upp á snjóinn fyrripart vetrar.