Íþróttir

Keflvíkingum skellt á jörðina
Amin Stevens hefur ekki átt verri leik fyrir Keflavík.
Fimmtudagur 23. mars 2017 kl. 09:17

Keflvíkingum skellt á jörðina

27 stiga tap gegn Stólunum fyrir norðan

Keflvíkingar fengu vænan skell fyrir norðan þar sem Stólarnir neiturðu að fara í sumarfrí. Tindastólsmenn unnu 27 stiga sigur í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum í Domino’s deild karla og breyttu þannig stöðunni í 2-1 í einvíginu.

Keflvíkingar sáu í raun aldrei til sólar og virtust ekki tilbúnir í þennan leik. Staðan var 59:34 í hálfleik og fátt virtist benda til þess að Keflvíkingar myndu koma til baka. Mestur fór munurinn í 31 stig og Tindastólsmenn virtust nokkuð ferskir eftir að hafa dreift mínútum á marga leikmenn í síðasta leik í Keflavík. Aldrei náðu Keflvíkingar að vakna úr rotinu og endaði leikurinn 107:80.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Magnús Már Traustason var atkvæðamestur hjá Keflavík með 18 stig en athygli vakti að Amin Stevens skoraði aðeins 6 stig. Þar munar aldeilis um minna en Stólarnir náðu einfaldlega að taka hann úr umferð. Hann reyndi aðeins fjögur skot í leiknum sem verður að teljast hreint ótrúlegt fyrir mann sem skorar vanalega um 30 stig í leik. Daði Lár Jónsson meiddist hjá Keflvíkingum og er óvíst hversu alvarleg meiðslin eru, en hann var fluttur í burtu af sjúkraflutningamönnum.

Keflvíkingar leiða einvígið 2-1 en næsti leikur er í TM-höllinni á morgun föstudag.

Tindastóll-Keflavík 107-80 (27-19, 32-15, 28-24, 20-22)

Keflavík: Magnús Már Traustason 18, Reggie Dupree 14/4 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 10, Ágúst Orrason 9/5 fráköst, Guðmundur Jónsson 9, Amin Khalil Stevens 6/11 fráköst, Davíð Páll Hermannsson 5, Kristján Örn Rúnarsson 4, Arnór Ingi Ingvason 3, Arnór Sveinsson 2, Daði Lár Jónsson 0, Elvar Snær Guðjónsson 0.