Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingum gengur illa að skora
Edon Osmani reyndist bjargvættur Keflvíkinga í gær. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 24. júní 2023 kl. 07:27

Keflvíkingum gengur illa að skora

Bið Keflvíkinga eftir sigri lengist eftir enn eitt jafnteflið en þeir tóku á móti Fylkismönnum í gær í mikilvægum botnslag. Keflavík lenti undir í fyrri hálfleik en varamaðurinn Edon Osmani skoraði jöfnunarmarkið skömmu eftir að hann kom inn á.

Það var mikið í húfi í gær og Keflvíkingar hófu leikinn mjög vel. Þeir voru ákveðnari og settu talsverða pressu á gestina. Það var því gegn gangi leiksins þegar Fylkir komst yfir með marki eftir hornspyrnu (35').

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vörn og miðja Keflavíkur var nokkuð þétt en markið kom upp úr föstu leikatriði sem er helsti styrkur Fylkismanna. Pétur Bjarnason stekkur hér manna hæst og nær skalla að marki. 

Tæpt var það en línuvörðurinn var vel staðsettur og veifaði mark.

Keflvíkingar voru ansi slegnir eftir markið sem var eins og blaut tuska í andlitið en þeir náðu að rífa sig í gang í seinni hálfleik. Leikurinn bauð ekki upp á mörg færi og fór mikið fram á miðjum vellinum og í háloftunum.

Bæði lið lögðu áherslu á varnarleik og treystu svo á skyndisóknir, mikið um langar sendingar fram völlinn. Keflvíkingar áttu þó góðar rispur upp kantana sem voru oft og tíðum efnilegar en það vantar upp á getuna að klára sóknirnar og koma boltanum í netið. Keflavík hefur aðeins skorað átta mörk í tólf leikjum.

Edon búinn að jafna eftir góða sókn.

Edon Osmani kom inn á á 74. mínútu og það tók hann ekki nema þrjár mínútur að setja mark sitt á leikinn. Þá sóttu Keflvíkingar inn í teig Fylkis, Viktor Andri Hafþórsson sendi boltann inn í markteiginn þar sem Ásgeir Páll Magnússon rétt missti af boltanum en Edon var réttur maður á réttum stað og setti hann í netið (77').

Fleira markvertt gerðist ekki og liðin skildu jöfn, Keflavík situr því áfram í neðsta sæti deildarinnar með átta stig.


Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, ræddi við Erni Bjarnason eftir leik sem má sjá í spilaranum hér að neðan og myndasafn er neðst á síðunni.

Keflavík - Fylkir (1:1) | Besta deild karla 23. júní 2023