Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar völtuðu yfir granna sína
Fimmtudagur 23. febrúar 2017 kl. 09:59

Keflvíkingar völtuðu yfir granna sína

Njarðvíkingar töpuðu stórt í Hólminum

Í Suðurnesjarimmu unnu Keflvíkingar 27 stiga sigur á Grindvíkingum í Domino’s deild kvenna í körfubolta þar sem lokatölur voru 60-87. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en Keflvíkingar tóku annan leikhluta 8-28 og fóru þannig með 20 stiga forskot inn í hálfleik. Gestirnir frá Keflavík juku forskotið enn frekar en mestur varð munurinn 37 stig. Grindvíkingar klóruðu í bakkann í lokin en það var of seint.

Tölfræði

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavík-Keflavík 60-87 (16-16, 8-28, 12-29, 24-14)
Grindavík: María Ben Erlingsdóttir 22/8 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 15/5 fráköst/5 stoðsendingar, Íris Sverrisdóttir 12, Vigdís María Þórhallsdóttir 4, Ólöf Rún Óladóttir 4, Hrund Skúladóttir 2, Petrúnella Skúladóttir 1/9 fráköst, Elísabet María Magnúsdóttir 0, Angela Björg Steingrímsdóttir 0, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 0, Arna Sif Elíasdóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0.

Keflavík: Birna Valgerður Benónýsdóttir 16/8 fráköst/3 varin skot, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 14/6 fráköst, Erna Hákonardóttir 12, Thelma Dís Ágústsdóttir 10/4 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 9, Þóranna Kika Hodge-Carr 7/6 fráköst, Ariana Moorer 6/7 fráköst/6 stoðsendingar, Irena Sól Jónsdóttir 6, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4/4 fráköst, Svanhvít Ósk Snorradóttir 3, Tinna Björg Gunnarsdóttir 0, Eydís Eva Þórisdóttir 0.

Njarðvíkingar töpuðu stórt á útivelli gegn Snæfelli. Eftir ágætan fyrsta leikhluta hjá Njarðvíkingum þá hrundi leikur þeirra í næstu tveimur leikhlutum og Íslandsmeistararnir náðu 33 stiga forystu og gerðu þannig út um leikinn. Njarðvíkingar náðu aðeins að laga stöðuna í lokin og lokatölur 82-55. Karen Dögg Vilhjálmsdóttir var stigahæst Njarðvíkinga með 13 stig en athygli vakti að Carmen spilaði ekki mikið í leiknum og skoraði aðeins 6 stig.

Snæfell-Njarðvík 82-55 (18-15, 26-6, 18-8, 20-26)
Njarðvík: Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 13/7 fráköst, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 6/8 fráköst, Carmen Tyson-Thomas 6, Heiða Björg Valdimarsdóttir 5, Júlia Scheving Steindórsdóttir 5/5 fráköst, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 5, Erna Freydís Traustadóttir 5/5 fráköst, Hulda Bergsteinsdóttir 3, Björk Gunnarsdótir 3, Elísabet Sigríður Guðnadóttir 2, Svala Sigurðadóttir 2, Soffía Rún Skúladóttir 0.


Staða:
1       Snæfell   36
2       Keflavík   34
3       Skallagrí  34
4       Stjarnan    24
5       Valur         20
6       Njarðvík    18
7       Haukar       12
8       Grindavík   6