Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar vilja fá Hólmar og Guðjón heim
Guðjón Árni á fleygiferð í Keflavíkurbúningnum.
Þriðjudagur 15. október 2013 kl. 13:01

Keflvíkingar vilja fá Hólmar og Guðjón heim

FH-ingar vilja líka halda í Keflvíkingana

Pepsi-deildarlið Keflvíkinga í knattspyrnu hafa áhuga á að fá tvo fyrrverandi leikmenn til sín á ný, þá Hólmar Örn Rúnarsson og Guðjón Árna Antoníusson en þeir hafa leikið með FH síðustu tvö ár og hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum með þeim í fyrra.

Þeir Guðjón og Hólmar voru báðir frá í allt sumar vegna meiðsla en FH-ingar hafa líka áhuga á að halda þeim samkvæmt frétt 433.is.

Þorsteinn Magnússon, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur staðfesti það í spjalli við Víkurfréttir að félagið hafi sýnt þeim félögum áhuga á að koma aftur til félagsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hólmar í baráttu við FH-ing í leik í Keflavík.