Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Mánudagur 2. september 2002 kl. 21:07

Keflvíkingar Valsmótsmeistarar í sjötta skiptið

Keflvíkingar sigruðu Hauka 96-85 í úrslitaleik Valsmótsins í körfuknattleik í gærkveldi en um er að ræða fyrsta æfingamótið fyrir tímabilið. Er þetta í sjötta skiptið sem Keflvíkingar sigra Valsmótið en það var haldið í tólfta skiptið í ár sem þýðir að Keflavík er með 50% vinningshlutfall á því. Keflvíkingar voru miklu sterkari aðilinn í leiknum og höfðu á tímabili 22 stiga forskot en staðan í hálfleik var 47-31. Gunnar Einarsson var stigahæstur Keflvíkinga með 25 stig en Kevin Grandberg kom næstur með 24 stig og 9 fráköst. Gaman verður að sjá hvernig tímabilið í vetur mun þróast enda hafa orðið miklar breytingar á flestum liðum deildarinnar, sum hafa veikst en önnur styrkst með nýjum leikmönnum. Víst þykir að Keflvíkingar verða með gríðarlega sterkt lið sem og Grindvíkingar en bæði lið hafa fengið til liðs við sig nýja og öfluga leikmenn. Þá eru nokkur önnur lið sem munu berjast við toppinn svo sem Njarðvík og KR, sem hafa þó orðið fyrir gríðarlegri blóðtöku og þá gæti lið ÍR-inga komið á óvart en þeir búa yfir mjög sterkum leikmannahópi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024