Keflvíkingar úr leik í bikarnum
Fimmti ósigurinn í röð kom gegn Þórsurum á heimavelli
Keflvíkingar eru úr leik í bikarkeppni karla í körfubolta, eftir að þeir biðu lægri hlut gegn Þórsurum á heimavelli sínum. Þetta var fimmti ósigur liðsins í röð. Lokastaðan var 70:93 en leikurinn var þrátt fyrir það nokkuð jafn og spennandi allt þar til á lokametrunum.
Keflvíkingar leiddu í hálfleik með einu stigi en gestirnir frá Þorlákshöfn reyndust sterkari aðilinn í síðari hálfleik, þar sem Keflvíkingar skoruðu aðeins 28 stig gegn 52 frá Þórsurum.
Magnús Már Traustason og Guðmundur Jónsson voru atkvæðamestir og skoruðu báðir 18 stig fyrir Keflavík.