Keflvíkingar úr leik í bikarnum
Keflvíkingar töpuðu 1-3 gegn Fram í kvöld í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Laugardalsvellinum. Framarar komust í 3-0 en Adolf Sveinsson náði aðeins að klóra í bakkann með marki á 75. mínútu en lengra komust Keflvíkingar ekki. Þar með geta Keflvíkingar einbeitt sér að Símadeildinni en þar eru þeir ekkert í alltof góðum málum. Með sigri í næsta leik sem er á heimavelli gegn ÍBV á fimmtudag ættu þeir að geta komið sér í þægilegri stöðu í deildinni.
Það er því bara að vona þeirra vegna að fólk fari nú að láta sjá sig á leikjum liðsins en það hefur verið hálfgerð skömm yfir því hve fáir hafa stutt við strákana í ár. Keflvíkingar eru með ungt og mjög efnilegt lið sem þarf á góðum stuðningi að halda og því er bara að vona að mætingin á leikina fari batnandi enda eru strákarnir að spila skemmtilegan bolta en hafa í raun verið nokkuð óheppnir með úrslitin.
Það er því bara að vona þeirra vegna að fólk fari nú að láta sjá sig á leikjum liðsins en það hefur verið hálfgerð skömm yfir því hve fáir hafa stutt við strákana í ár. Keflvíkingar eru með ungt og mjög efnilegt lið sem þarf á góðum stuðningi að halda og því er bara að vona að mætingin á leikina fari batnandi enda eru strákarnir að spila skemmtilegan bolta en hafa í raun verið nokkuð óheppnir með úrslitin.