Keflvíkingar úr leik eftir tap í framlengingu
Stjarnan sigrar eftir magnaðan leik. Lokastaðan 94-87.
Marvin eykur muninn úr vítaskotum. 92-87 þegar 18 sekúndur eru eftir. Stjörnumenn virðast ætla að klára þetta á vítalínunni.
Keflvíkingar skora þriggja stiga og munurinn er 5 stig þegar 34 sekúndur eru eftir. Stjarnan er yfir.
Arnar Freyr skrefar og Stjarnan skorar 88-80. Justin fíflar Halldór með því að setja boltann milli fóta hans og skora úr stökkskoti. Svakalegt og líklega með því besta sem sést hefur á þessu tímabili.
Justin fer langt með að tryggja þetta fyrir heimamenn en hann skorar og fær villu að auki. 86-80 þegar 1:28 eru eftir. Keflvíkingar verða að detta í gang.
Arnar Freyr skorar þriggja stiga, 83-80 þegar 3 mínútur eru eftir.
Heimamenn skora fyrstu 6 stigin í framlengingunni og Sigurður Ingimundarson tekur leikhlé. 83-77 Stjarnan.
Það er framlengt í Garðabæ góðir hálsar.
Það er jafnt 77-77 þegar 51 sekúnda er til leiksloka. Þvílík spenna!
Jarryd Cole með risa körfu fyrir Keflavík. Hann skorar og fær víti að auki. Keflavík yfir 72-74.
72-69 fyrir heimamenn þegar 3 mínútur eru til leiksloka.
Stjarnan kemst yfir þegar Justin Shouse skorar með stökkskoti en hann virðist vera að vakna til lífsins. 68-67 þegar 4:20 eru til leiksloka.
Valur Orri setur niður þrist af bílastæðinu og Jovan svarar á hinum endanum. Þegar 5 mínútur eru til leiksloka þá er jafnt 66-66. Justin Shouse jafnaði leikinn með þriggja stiga körfu.
Keflvíkingar virðast vera að ná undirtökum í leiknum og heimamenn eru orðnir pirraðir og óþolinmóðir í sóknarleiknum. Staðan er 53-61 þegar 3. leikhluta lýkur.
Varnarleikurinn er sterkur hjá Keflvíkingum þessa stundina. Þeir leiða með 11 stigum eftir að Halldór Halldórsson setti niður þriggja stiga körfu og Magnús Gunnarsson aðra strax í kjölfarið. 46-57. Mikil stemning hjá trommusveit Keflvíkinga sem lætur vel í sér heyra.
Stjörnumenn koma fljótt til baka og staðan er 43-45 fyrir Keflavík þegar 3 mínútur eru liðnar af 3. leikhluta.
8 Stig skilja liðin að en Keflvíkingar byrja seinni hálfleik með látum. Jarryd Cole skorar tvær körfur í röð.
Hálfleikstölur: Stjarnan 37 Keflavík 41. Cole er með 12 stig fyrir Keflavík og Charles Parker 13 en hann setti niður flautukörfu í enda hálfleiksins. Þristur í spjaldið og ofaní. Valur Orri er svo með 7 en aðrir minna.
Aðeins byrjað að hitna í kolunum. Fannar Helgason gefur Val Orra góðan olnboga í andlitið þegar þeir skutla sér á eftir boltanum. Fannar var kominn með boltann en sá samt ástæðu til þess að láta vaða í Val. Ekkert var þó dæmt og Sigurður Ingimundarson vildi fá ásetningsvillu. Þegar 3:27 eru til hálfleiks eru Keflavík með forystu 28-30. Þetta er hnífjafnt.
Stóru strákarnir Jarryd Cole og Renato Lindmets skiptast á að skora og Renato treður harkalega. Keflavík er 4 stigum yfir.
Arnar Freyr kemur inn í leikhluta númer 2 og stimplar sig inn með þegar skotklukkan er að renna út. 19-22 Keflavík.
Eftir 1. leikhluta leiða Keflvíkingar 15-18 eftir að Gunnar Stefánsson skoraði þriggja stiga körfu og Jarryd Cole tróð með tilþrifum.
Stjarnan er að misnota mikið af skotum undir körfunni og Keflvíkingar eru að skjóta töluvert fyrir utan. Valur Orri og Parker eru með 5 og 6 stig en Magnúsi Gunnarssyni gengur ekki vel að finna opin skot. 14-13 fyrir Stjarnan yfir.
Það er ekki mikið skorað þessa stundina í Ásgarði en staðan er 9-10 Keflvíkingum í vil þegar rúmar 3 mínútur eru eftir af 1. leikhluta.
Marvin Valdimars skorar fyrstu 6 stig Garðbæinga en Keflvíkingar leiða 6-8 þegar 1. leikhluti er hálfnaður.
Leikurinn byrjar fjörlega og liðin þreifa fyrir sér. Valur Orri og Charlie Parker skora fyrstu körfur Keflvíkingar en þeir leiða 2-4 eftir rúmar 2 mínútur.
Hér munum við uppfæra stöðu mála í oddaleik Stjörnunar og Keflavíkur í oddaleik Iceland Express-deildarinnar í körfubolta karla. Það lið sem sigrar í kvöld fer í undanúrslitin.
Arnar Freyr Jónsson hjá Keflvíkingum er í búning en hann hefur verið meiddur að undanförnu. Ef hann getur spilað þá yrði það væntanlega mikill liðsstyrkur fyrir Keflvíkinga.
Mynd POP/