Keflvíkingar úr leik eftir jafntefli
Keflvíkingar eru úr leik í Inter-Toto keppninni í knattspyrnu eftir að hafa gert jafntefli við norska liðið Lilleström, 2-2.
Þar sem fyrri leikurinn tapaðist 4-1 í Noregi er Lilleström komið áfram á samanlögðu, 6-3.
Noðrmennirnir komust í 0-2 í fyrri hálfleik og gerður þar með út um leikinn, en heimamenn komu sterkir til leiks í seinni hálfleik og skoruðu þeir Þórarinn Kristjánsson og Hólmar Örn Rúnarsson mörk Keflvíkinga.
Kefklvíkingar fengu ófá færi til að gera út um leikinn á lokasprettinum, en gæfan og furðulega slakur lettneskur dómari voru ekki á þeirra bandi.
Athygli vakti að fáir stuðningsmenn Keflavíkur sáu sér fært að mæta, en Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu hefur eflaust dregið úr áhuganum á þessum leik.
VF-myndir/Þorgils