Keflvíkingar unnu stóran sigur á Magna
Keflvíkingum hefur gengið ágætlega í leikjum vetrarins en þeir sigruðu Magna frá Grenivík með fimm mörkum gegn engu í Reykjaneshöllinni í A-riðli Lengjubikars karla í knattspyrnu.
Sindri Þór Guðmundsson skoraði eina mark fyrri hálfleiks en svo komu fjögur Keflavíkurmörk.
Keflavík 5 - 0 Magni
1-0 Sindri Þór Guðmundsson ('1)
2-0 Magnús Þór Magnússon ('50)
3-0 Ari Steinn Guðmundsson ('54)
4-0 Adam Ægir Pálsson ('70)
5-0 Rúnar Þór Sigurgeirsson ('75)