ReykjanesOptikk
ReykjanesOptikk

Íþróttir

Keflvíkingar unnu Skagamenn
Fimmtudagur 12. apríl 2012 kl. 10:13

Keflvíkingar unnu Skagamenn



Keflavík tryggði sér toppsætið í riðli tvö í Lengjubikarnum í knattspyrnu með 2-1 sigri á Skagamönnum í Reykjaneshöllinni í gær.

Skagamenn komust yfir í upphafi leiks en í síðari hálfleik náðu þeir Guðmundur Steinarsson og Magnús Sverrir Þorsteinsson að setja tvö mörk fyrir Keflvíkinga og tryggja þeim sigur. Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleik með látum og á 48. mín skoraði Guðmundur Steinarsson glæsilegt mark með skoti utan vítateigs í bláhornið niðri. Á 60. mín kom svo annað stórglæsilegt mark þegar Magnús Sverrir Þorsteinsson skoraði eftir sendingu frá Sigurberg Elíssyni. Keflavík var mun sterkari aðilinn í þessum leik og verðskuldaði sigur.

Keflvíkingar unnu sex af sjö leikjum sínum og enda á toppnum með 18 stig en Skagamenn enda í öðru sæti riðilsins með 16 stig.



Keflavík: Ómar Jóhannsson, Jóhann R Benediktsson, Haraldur Freyr Guðmundsson fyrirliði, Gregor Mohar, Grétar Atli Grétarsson, Jóhann Birnir Guðmundsson, Einar Orri Einarsson, Arnór Ingvi Traustason, Frans Elvarsson, Magnús Sverrir Þorsteinsson og Guðmundur Steinarsson.

Bílakjarninn
Bílakjarninn

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25