HS Veitur
HS Veitur

Íþróttir

Keflvíkingar unnu grannaslaginn
Föstudagur 21. september 2012 kl. 09:11

Keflvíkingar unnu grannaslaginn

Keflvíkingar höfðu sigur að grönnum sínum úr Njarðvík í Reykjanesmóti karla í körfubolta í gær, 93-88. Njarðvíkingar leiddu lengi vel í leiknum en undir lokin náðu Keflvíkingar forystu sem þeir létu ekki af hendi.

Darrel Lewis gerði 30 stig og tók 7 fráköst hjá Keflvíkingum og þá var Magnús Þór Gunnarsson með 18 stig og Valur Orri Valsson bætti við 17.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25

Hjá Njarðvík var Jeron Belin með 31 stig, Ágúst Orrason 17 og Friðrik Stefánsson gerði 6 stig og tók 11 fráköst.

Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025