Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar tylltu sér á toppinn með Grindavík
Skemmtileg mynd frá Jóni Birni Ólafssyni á karfan.is. Bræðurnir Ólafur Helgi og Guðmundur Jónssynir eigast við í nágrannaslagnum.
Laugardagur 24. október 2015 kl. 00:05

Keflvíkingar tylltu sér á toppinn með Grindavík

- með góðum sigri á Njarðvík í Ljónagryfjunni.

Keflvíkingar höfðu betur í fyrsta nágrannaslag vetrarins þegar þeir fór í Ljónagryfjuna og hirtu öll stigin með góðum sigri á heimamönnum. Lokatölur urðu 84-94 en gestirnir leiddu með fjórum stigum í hálfleik 49-53.
Keflvíkingar voru yfir allan tímann og unnu alla fjórðungana. Teitur Örlyggson sagði við karfan.is að Njarðvíkingar hefðu gefið Keflvíkingum alltof mikið af opnum skotum og það sé ekki hægt í efstu deild.

„Keflvíkingar voru bara erfiðir, léku vel og áttu sigurinn skilið,“ sagði Teitur Örlygsson aðstoðarþjálfari Njarðvíkinga og var ekki nógu ánægður með sína menn í leiknum.

Stigahæstir hjá Keflavík voru Earl Brown með 29 stig og 13 fráköst og er óhætt að segja það að hann hafi komið sterkur inn í deildina með góðri frammistöðu í fyrstu þremur leikjunum. Hinn mjög svo vaxandi leikmaður Reggie Dupree var með 18 stig og Valur Orri Valsson 17 stig. Hjá Njarðvík skoraði Marquise Simmons 26 og var með 11 fráköst og Logi Gunnarsson með 19 stig.

Með sigrinum tylltu Keflvíkingar sér á toppinn með hinum nágrönnunum úr Grindavík í Domino's deildinni en bæði liðin hafa sigrað í fyrstu þremur leikjunum, - ekki alveg í stíl við spár spekinganna fyrir mótið en þá var Suðurnesjaliðunum öllum spáð botnbaráttu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér eru nokkur videoskot Hilmars Braga úr leiknum.