Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar tvöfaldir Íslandsmeistarar
Þriðjudagur 5. nóvember 2013 kl. 08:55

Keflvíkingar tvöfaldir Íslandsmeistarar

Um helgina var haldið Íslandsmeistaramót í taekwondo tækni eða poomsae eins og það er kallað á frummálinu. Keppt var í þremur greinum. Einstaklings, para og hópatækni. Keflvíkingar unnu þetta mót í fyrra og fyrst árið 2009. Keflvíkingar voru því verjandi Íslandsmeistarar. Þeir komu með sterkt lið á mótið en við fyrstu sýn var þetta mjög spennandi þar sem heimaliðið, Ármenningar voru einnig með sterkt lið og unnu mörg verðlaun. Eftir ótrulega lokakeppni í svartbeltisflokkunum þar sem ungir upprennandi iðkendur úr Keflavík skákuðu reynsluboltunum í flokknum var það ljóst að Keflavík sigraði mótið. Í heildarstigakeppninni sigruðu Keflvíkingar mótið með 149 stig gegn 90 stigum Ármenninga.

Keppendur mótsins voru bæði úr Keflavík. Það voru þau Ástrós Brynarsdóttir og Bjarni Júlíus Jónsson. Bæði voru þau með þrjú gull hvort af þremur mögulegum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingar eru því tvöfaldir Íslandsmeistar árið 2013 líkt og í fyrra, en á hverju ári eru haldin tvö Íslandsmót, eitt í bardaga og eitt í tækni.

Á meðfygjandi myndum má sjá lið Keflvíkinga og keppendur mótsins

Ástrós og Bjarni, keppendur mótsins.