VF jólalukka 25
VF jólalukka 25

Íþróttir

Keflvíkingar töpuðu í Ásgarði í fjörugum leik
Föstudagur 30. mars 2012 kl. 21:58

Keflvíkingar töpuðu í Ásgarði í fjörugum leik




Stjarnan sigraði Keflavík 95-87 í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Iceland Express-deildar karla í körfubolta sem fram fór fyrr í kvöld í Garðabæ. Leikurinn var fjörugur og liðin sýndu sparihliðarnar á köflum. Í hálfleik var jafnt 45-45. Magnús Þór Gunnarsson byrjaði síðari hálfleik á þrist og Parker fylgir í kjölfarið með annan til. Keflavík byrjaði seinni hálfleik 8-0 og stemningin kárlega Keflavíkurmegin.

Stjarnan kom sér aðeins aftur inní leikinn en Keflvíkingar voru alltaf einu skrefi á undan. Þegar 3:30 eru eftir af þriðja leikhluta leiddu Keflvíkingar 63-56. Stjarnan tók þá góða rispu jöfnuðu leikinn með þriggja stiga körfu 65-65 og komast yfir í næstu sókn, Sigurður Ingimundar tók því leikhlé. Þriðji leikhluti endaði 69-69 og allt var í járnum.

Fjórði leikhluti byrjaði með mikilli hörku og baráttu. Staðan var svo 75-76 þegar 5 mínútur voru fyrir gestina frá Keflavík. Liðin skiptust á forystu reglulega en Justin Shouse jók muninn í þrjú stig þegar 3 mínútur voru til leiksloka og lifnaði þá Stjörnustúkan heldur betur við. Stjarnan komst fimm stigum yfir en Almar Guðbrandsson minnkaði aftur muninn í þrjú stig þegar 2 mínútur voru eftir.

Liðin skiptust á þriggja stiga körfum og 1:30. Valur Orri minnkað muninn í tvö stig með þriggja stiga körfu þegar mínúta var eftir en Justin Shouse negldi svo niður annari þriggja stiga hinum megin á vellinum og Keflavík tók leikhlé. Halldór Halldórsson fór á vítalínuna þegar hálf mínúta var eftir og hittir úr öðru skotinu 91 - 87 fyrir Stjörnuna. Keflvíkingar brutu og Shouse fór á línuna og hittir úr báðum skotum. Sókn Keflvíkinga gekk ekki upp og aftur þurftu þeir að brjóta. Stjörnumenn innsigluðu svo sigurinn á vítalínunni.

Stigin:

Keflavík: Jarryd Cole 27/11 fráköst, Charles Michael Parker 19/6 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 18/6 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 12, Almar Stefán Guðbrandsson 7/5 fráköst, Halldór Örn Halldórsson 4/4 fráköst, Sigurður Friðrik Gunnarsson 0, Ragnar Gerald Albertsson 0, Andri Daníelsson 0, Hafliði Már Brynjarsson 0, Gunnar H. Stefánsson 0, Guðmundur Auðunn Gunnarsson 0.


Stjarnan: Keith Cothran 25/7 fráköst, Marvin Valdimarsson 22, Justin Shouse 16/16 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 12, Sigurjón Örn Lárusson 8/4 fráköst, Renato Lindmets 7/10 fráköst, Fannar Freyr Helgason 3, Dagur Kár Jónsson 2, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Sigurbjörn Ottó Björnsson 0, Aron Kárason 0, Tómas Þórður Hilmarsson 0.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25