Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflvíkingar töpuðu í Ásgarði í fjörugum leik
Föstudagur 30. mars 2012 kl. 21:58

Keflvíkingar töpuðu í Ásgarði í fjörugum leik




Stjarnan sigraði Keflavík 95-87 í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Iceland Express-deildar karla í körfubolta sem fram fór fyrr í kvöld í Garðabæ. Leikurinn var fjörugur og liðin sýndu sparihliðarnar á köflum. Í hálfleik var jafnt 45-45. Magnús Þór Gunnarsson byrjaði síðari hálfleik á þrist og Parker fylgir í kjölfarið með annan til. Keflavík byrjaði seinni hálfleik 8-0 og stemningin kárlega Keflavíkurmegin.

Stjarnan kom sér aðeins aftur inní leikinn en Keflvíkingar voru alltaf einu skrefi á undan. Þegar 3:30 eru eftir af þriðja leikhluta leiddu Keflvíkingar 63-56. Stjarnan tók þá góða rispu jöfnuðu leikinn með þriggja stiga körfu 65-65 og komast yfir í næstu sókn, Sigurður Ingimundar tók því leikhlé. Þriðji leikhluti endaði 69-69 og allt var í járnum.

Fjórði leikhluti byrjaði með mikilli hörku og baráttu. Staðan var svo 75-76 þegar 5 mínútur voru fyrir gestina frá Keflavík. Liðin skiptust á forystu reglulega en Justin Shouse jók muninn í þrjú stig þegar 3 mínútur voru til leiksloka og lifnaði þá Stjörnustúkan heldur betur við. Stjarnan komst fimm stigum yfir en Almar Guðbrandsson minnkaði aftur muninn í þrjú stig þegar 2 mínútur voru eftir.

Liðin skiptust á þriggja stiga körfum og 1:30. Valur Orri minnkað muninn í tvö stig með þriggja stiga körfu þegar mínúta var eftir en Justin Shouse negldi svo niður annari þriggja stiga hinum megin á vellinum og Keflavík tók leikhlé. Halldór Halldórsson fór á vítalínuna þegar hálf mínúta var eftir og hittir úr öðru skotinu 91 - 87 fyrir Stjörnuna. Keflvíkingar brutu og Shouse fór á línuna og hittir úr báðum skotum. Sókn Keflvíkinga gekk ekki upp og aftur þurftu þeir að brjóta. Stjörnumenn innsigluðu svo sigurinn á vítalínunni.

Stigin:

Keflavík: Jarryd Cole 27/11 fráköst, Charles Michael Parker 19/6 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 18/6 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 12, Almar Stefán Guðbrandsson 7/5 fráköst, Halldór Örn Halldórsson 4/4 fráköst, Sigurður Friðrik Gunnarsson 0, Ragnar Gerald Albertsson 0, Andri Daníelsson 0, Hafliði Már Brynjarsson 0, Gunnar H. Stefánsson 0, Guðmundur Auðunn Gunnarsson 0.


Stjarnan: Keith Cothran 25/7 fráköst, Marvin Valdimarsson 22, Justin Shouse 16/16 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 12, Sigurjón Örn Lárusson 8/4 fráköst, Renato Lindmets 7/10 fráköst, Fannar Freyr Helgason 3, Dagur Kár Jónsson 2, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Sigurbjörn Ottó Björnsson 0, Aron Kárason 0, Tómas Þórður Hilmarsson 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024