Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar töpuðu í Ásgarði
Fimmtudagur 21. mars 2013 kl. 21:24

Keflvíkingar töpuðu í Ásgarði

Stjarnan náði forystu gegn Keflavík í 8-liða úrslitum Domino's deild karla í körfubolta. Garðbæingar höfðu 102-86 sigur á heimavelli sínum. Keflvíkingar byrjuðu betur og náðu forystu í 1. leikhluta. Stjörnumenn komu sterkir til baka og þeir höfðu nauma forystu í hálfleik. Í seinni hálfleik létu heimamenn kné fylgja kviði og lönduðu nokkuð þægilegum sigri. 1-0 í einvíginu og næsti leikur fer fram á sunnudag í Keflavík.

Tölfræðin:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík: Michael Craion 23/10 fráköst/3 varin skot, Darrel Keith Lewis 20/8 fráköst/6 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 12/4 fráköst, Billy Baptist 10/8 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 8, Snorri Hrafnkelsson 6, Ragnar Gerald Albertsson 3, Arnar Freyr Jónsson 2, Almar Stefán Guðbrandsson 2, Hafliði Már Brynjarsson 0, Andri Þór Skúlason 0, Andri Daníelsson 0.

Stjarnan: Jarrid Frye 25/13 fráköst, Jovan Zdravevski 24/4 fráköst, Justin Shouse 19/10 stoðsendingar, Brian Mills 18/6 fráköst, Marvin Valdimarsson 10, Dagur Kár Jónsson 3, Fannar Freyr Helgason 2, Magnús Bjarki Guðmundsson 1, Daði Lár Jónsson 0, Sæmundur Valdimarsson 0, Tómas Þórður Hilmarsson 0, Kjartan Atli Kjartansson 0.

Stjarnan-Keflavík 102-86 (21-30, 33-20, 25-17, 23-19)