Keflvíkingar töpuðu gegn Þrótti
Keflvíkingar töpuðu sínum fyrsta leik á keppnistíðinni í Inkassodeildinni í knattspyrnu 1. deildar Íslandsmótsiins gegn Þrótti á útivelli 0-2 í gærkvöldi. Liðið hefur þó aðeins unnið einn leik, gert þrjú jafntefli og tapað einum.
Keflvíkingar náðu ekki að nýta færin og það hafði einnig veruleg áhrif þegar þeir misstu Anton Guðlaugsson af velli en hann fékk að líta rauða spjaldið á 77. mín. þegar þeir höfðu gert all nokkra atlögu að marki Þróttar. Heimamenn skoruðu annað mark sitt nokkrum mínútum síðar.
All nokkrir stuðningsmenn tjáðu sig á samfélagsmiðlum í kjölfar tapsins. Margir eru óánægðir með gengi liðsins. Keflvíkingar hafa ekki náð sér á strik í uppahafi móts og eru sex stigum á eftir efsta liði deildarinnar, Þrótti.