Keflvíkingar töpuðu gegn Fjölni
Eftir gott gengi að undanförnu töpuðu Keflavíkurkonur stórt gegn Fjölni í 1. deild kvenna í knattspyrnu um helgina. Lokatölur urðu 5-2 Fjölni í vil en þær náðu 4-0 forystu áður en Keflvíkingar náðu að svara fyrir sig. Þá skoraði Arndís Ingvarsdóttir fyrir Keflvíkinga en hún hefur verið iðin við kolann að undanförnu og hefur skorað fjögur af 11 mörkum Keflvíkinga í sumar. Birgitta Hallgrímsdóttir náði svo að minnka muninn fyrir Keflvíkinga í 4-2 áður en Fjölnisstúlkur innsigluðu sigurinn með marki í uppbótartíma.