Keflvíkingar töpuðu gegn FH á útivelli
Keflvíkingar máttu sætta sig við 3-2 tap gegn FH-ingum á Kaplakrika í gær í 1. deild kvenna í knattspyrnu. Fanney Þórunn Kristinsdóttir kom Keflvíkingum yfir eftir stundarfjóðung með skoti af 35 metra færi en FH jafnaði leikinn 10 mínútum síðar. Áður en flautað var til hálfleiks höfðu heimamenn í FH komist yfir eftir að hafa verið ívið sterkara liðið.
Síðari hálfleikur var kaflaskiptur en FH líklegra til að bæta við mörkum þegar Dagmar Þráinsdóttir jafnar fyrir Keflvíkinga eftir rúmlega 60 mínútna leik. FH skoraði svo sigurmarkið þegar tæplega fimm mínútur lifðu leiksins og þar við sat.
[email protected]