Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar töpuðu gegn Blikum í bikarnum
Arnór Breki Atlason leikmaður Keflvíkinga í baráttu við Blika.
Þriðjudagur 15. júlí 2014 kl. 13:26

Keflvíkingar töpuðu gegn Blikum í bikarnum

Myndir frá leik 3. flokks

Keflvíkingar tóku á móti Breiðablik á Nettóvellinum í átta liða úrslitum bikarkeppni 3. flokks í gær. Leiknum lauk með 0-1 sigri Blika en gestirnir skoruðu 63. mínútu leiksins. Um var að ræða hörkuleik þar sem fjölmargir efnilegir knattspyrnumenn sýndu glæsileg tilþrif. Ljósmyndari Víkurfrétta smellti af nokkrum myndum á leiknum sem sjá má hér að neðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Arnór Breki Atlason leikur á einn Blikann.

Ingimundur Guðnason gerir sig líklegan í skotið.

Hilmar Andrew McShane í baráttu við Blika.

Varnarmaðurinn Sigurbergur Bjarnason stjórnar varnarleiknum.

VF/Myndir: Páll Orri ([email protected])