Keflvíkingar töpuðu fyrir Blikum
Keflavíkurstúlkur máttu játa sig sigraðar, 1-3, gegn meisturum Breiðabliks í rokleik á Keflavíkurvelli í kvöld. Þetta var annar leikur stúlknanna í Landsbankadeild kvenna, en þær unnu fyrsta leikinn, gegn Fylki, 2-0.
Edda Garðarsdóttir, Erna Björk Sigurðardóttir og Gréta Mjöll Samúelsdóttir skoruðu fyrir Breiðablik í fyrri hálfleik, en Nína Ósk Kristinsdóttir lagaði stöðuna í seinni hálfleik.
VF-mynd/ Jón Örvar: www.keflavik.is
Nánar um leikinn á morgun...