Keflvíkingar töpuðu eftir framlengingu gegn meisturunum

Kanalausir Grindvíkingar töpuðu gegn Stjörnunni

Keflvíkingar töpuðu toppslagnum í Domino’s deild kvenna þegar Snæfellingar komu í heimsókn í Sláturhúsið um helgina. Keflvíkingar hefðu getað tryggt sér sigur á vítalínunni í venjulegum leiktíma en þurftu að sætta sig við tap eftir framlenginu. Þær halda þó toppsætinu og hafa tveggja stiga forskot á Skallagrím.

Leikurinn var gríðarlega jafn og spennandi og liðin skiptust á því að hafa forystu 13 sinnum og 10 sinnum var jafnt.

Tölfræði leiksins

Grindvíkingar töpuðu gegn Stjörnunni á heimavelli sínum 52:66 og eru í sjöunda og næst síðasta sæti deildarinnar, með sex stig líkt og Haukar sem eru á botninum. Leiðir skildu á milli liðanna undir lok leiks eftir að jafnræði hafði verið framan af. Petrúnella Skúladóttir fór fyrir Kanalausum Grindvíkingum og skoraði 20 stig.

Tölfræði leiksins

Eina Suðurnesjaliðið sem hrósaði sigri um helgina voru Njarðvíkingar sem lögðu botnlið Hauka á útivelli með eins stigs mun, 73:74, en Haukar léku án erlends leikmanns í leiknum. Carmen Tyson Thomas átti enn einn risa leikinn fyrir Njarðvík, skilaði 40 stigum, 16 fráköstum og 4 stolnum boltum. Njarðvíkingar eru 5. sæti deildarinnar.

Tölfræði leiksins