Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflvíkingar tóku nágrannarimmuna
Bryndís Guðmundsdóttir sækir að körfunni.
Sunnudagur 13. október 2013 kl. 21:36

Keflvíkingar tóku nágrannarimmuna

Pálína fann sig ekki á gamla heimavellinum

Það má segja að Keflvíkingar hafi gert út um leikinn í upphafi þegar þær fengu Grindvíkinga í heimsókn í annari umferð Dominos-deildar kvenna í kvöld. Keflvíkingar skoruðu hvorki meira né minna en 34 stig í fyrsta leikhluta gegn 19 hjá gestunum. Eftir það var á brattan að sækja fyrir Grindvíkinga og náðu þær aldrei að komast inn í leikinn að ráði. Keflvíkingar tóku svo aftur góða ristpu í lokin og unnu að lokum 17 stiga sigur, 84-67.

Pálína Gunnlaugsdóttir sneri þarna aftur á sinn gamla heimavöll en hún gekk til liðs við Grindvíkinga fyrir tímabilið. Hún fann sig ekki í leiknum og skoraði aðeins 7 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hjá Keflvíkingum var Porsche Landry aftur í stuði en hún skoraði 22 stig og hirti 6 fráköst. Sara Rún Hinriksdóttir datt í gang en hún var einnig með 22 stig. Annars voru margir leikmenn Keflvíkinga að skila framlagi og liðsheildin flott. Keflvíkingar hafa nú sigrað báða leiki sína til þessa.

Fyrrum Keflvíkingurinn María Ben Erlingsdóttir var atkvæðamest Grindvíkinga í leiknum en hún skoraði 24 stig. Lauren Oosdyke var svo með 17 stig og 13 fráköst.

Myndasafn má sjá hér að neðan.

Tölfræði leiks:

Keflavík-Grindavík 84-67 (34-19, 16-17, 17-23, 17-8)

Keflavík: Porsche Landry 22/6 fráköst/6 stoðsendingar/4 varin skot, Sara Rún Hinriksdóttir 22/5 fráköst/5 stoðsendingar, Lovísa Falsdóttir 12, Bryndís Guðmundsdóttir 10/10 fráköst/3 varin skot, Sandra Lind Þrastardóttir 8/7 fráköst/6 varin skot, Bríet Sif Hinriksdóttir 8, Ingunn Embla Kristínardóttir 2/4 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 0, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Kristrún Björgvinsdóttir 0, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0.

Grindavík: María Ben Erlingsdóttir 24/6 fráköst, Lauren Oosdyke 17/13 fráköst/7 stoðsendingar, Ingibjörg Jakobsdóttir 10, Pálína Gunnlaugsdóttir 7/4 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 6/5 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 3/5 stoðsendingar, Mary Jean Lerry F. Sicat 0/4 fráköst, Katrín Ösp Eyberg 0, Julia Lane Figueroa Sicat 0, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 0, Hrund Skuladóttir 0, Alda Kristinsdóttir 0.

Pálína fann ekki gömlu fjölina sína í leiknum.

Sara Rún spilaði afar vel í leiknum.