Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar þurfa að stöðva lekann
Loks komst markahrókurinn Joey Gibbs á blað. Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 22. maí 2021 kl. 10:34

Keflvíkingar þurfa að stöðva lekann

Keflavík fóru í Árbæinn í gær þar sem þeir léku gegn Fylkismönnum í Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu. Þriðja leikinn í röð fengu þeir fjögur mörk á sig og töpuðu 4:2.

Keflvíkingar fengu óskabyrjun þegar Frans Elvarsson kom þeim yfir á 3. mínútu. Fylkismenn jöfnuðu leikinn á 14. mínútu og komust svo yfir á þeirri 25.

2:1 undir í hálfleik hófu Keflvíkingar seinni hálfleik af krafti en gegn gangi leiksins voru það Fylkismenn sem skoruðu þriðja mark sitt (59') og aðeins tveimur mínútum síðar gerðu þeir út um leikinn með fjórða markinu (61'), 4:1.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingar reyndu hvað þeir gátu það sem eftir lifði leiks, þeir sköpuðu sér ágætis færi og á 77. mínútu fékk Keflavík víti sem Joey Gibbs skoraði af öryggi úr, hans fyrsta mark í efstu deild á Íslandi.

Það er nokkuð ljóst að vörn Keflvíkinga ætti að gera betur, að fá fjögur mörk á sig þrjá leiki í röð getur ekki verið ásættanlegt og þeir þurfa að stöðva lekann annars sekkur skútan einfaldlega.