Íþróttir

Keflvíkingar þremur stigum frá fallsæti
Magnús skoraði sjálfsmark í kvöld gegn FH.
Miðvikudagur 20. ágúst 2014 kl. 20:44

Keflvíkingar þremur stigum frá fallsæti

Eftir 2-0 tap gegn FH

Keflvíkingar náðu ekki að sækja stig gegn FH en Hafnfirðingar unnu 2-0 sigur þegar liðin mættust í Kaplakrika í kvöld í Pepsi-deild karla. Fyrra mark FH-inga var sjálfsmark hjá bakverðinum Magnúsi Þóri Matthíassyni, en það kom eftir stundarfjórðung. Topplið deildarinnar skoraði svo aftur þegar um klukkustund var liðin af leiknum, en þar var á ferðinni Steven Lennon. Keflvíkingar komust nærri því að skora þegar Magnús Sverrir Þorsteinsson átti skot í stöngina en sigur FH var verðskuldaður og virtist á tíðum sem bikarúrslitaleikurinn sæti í Keflvíkingum.

Síðasti sigur Keflvíkinga kom 22. júní gegn Fylki á útivelli en síðan hafa komið tvö stig í hús úr sjö leikjum. Liðið er með 18 stig í sjöunda sæti en aðeins eru þrjú stig í fallsæti. Stöðuna má sjá hér að neðan. Næsti leikur Keflvíkinga er gegn Fjölni á útivelli 25. ágúst.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024