Keflvíkingar taplausir í Lengjubikar kvenna
Lengjubikarinn í körfubolta er nú kominn á fulla ferð. Leikið var um helgina í bæði karla- og kvennaflokki. Suðurnesjaliðin áttu þar misgóðu gengi að fagna. Keflvíkingar unnu öruggan 102-69 sigur á liði Fjölnis í kvennaflokki. Þar átti Sara Rún Hinriksdóttir enn einn stórleikinn en hún skoraði 29 stig og tók 13 fráköst. Bríet systir hennar skoraði svo 18 stig. Keflvíkingar leika í kvöld gegn KR á heimavelli sínum en liðið hefur unnið alla leiki sína í keppninni hingað til.
Njarðvíkingar töpuðu gegn Valskonum 77-69 þar sem Erna Hákonardóttir skoraði 23 stig fyrir Njarðvíkinga og hin unga Elínora Einarsdóttir 18 stig. Njarðvíkingar hafa tapað öllum leikjum sínum til þessa.
Tölfræðin:
Valur-Njarðvík 77-69 (20-21, 20-18, 14-13, 23-17)
Njarðvík: Erna Hákonardóttir 23/4 fráköst, Elínora Guðlaug Einarsdóttir 18, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir 16, Nikitta Gartrell 12/17 fráköst/5 stoðsendingar, Dagmar Traustadóttir 0, Júlia Scheving Steindórsdóttir 0, Svala Sigurðadóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0, Ásta Magnhildur Sigurðardóttir 0, Andrea Björt Ólafsdóttir 0/4 fráköst, Eygló Alexandersdóttir 0, Björk Gunnarsdótir 0/4 fráköst.
Keflavík-Fjölnir 102-69 (27-17, 18-22, 25-15, 32-15)
Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 29/13 fráköst/6 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 18, Lovísa Falsdóttir 15, Ingunn Embla Kristínardóttir 8/5 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 8, Hallveig Jónsdóttir 7, Telma Lind Ásgeirsdóttir 6/5 stoðsendingar, Svanhvít Ósk Snorradóttir 5, Elfa Falsdottir 4, Irena Sól Jónsdóttir 2.