Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar taplausir í Lengjubikar kvenna
Mánudagur 22. september 2014 kl. 09:26

Keflvíkingar taplausir í Lengjubikar kvenna

Lengjubikarinn í körfubolta er nú kominn á fulla ferð. Leikið var um helgina í bæði karla- og kvennaflokki. Suðurnesjaliðin áttu þar misgóðu gengi að fagna. Keflvíkingar unnu öruggan 102-69 sigur á liði Fjölnis í kvennaflokki. Þar átti Sara Rún Hinriksdóttir enn einn stórleikinn en hún skoraði 29 stig og tók 13 fráköst. Bríet systir hennar skoraði svo 18 stig. Keflvíkingar leika í kvöld gegn KR á heimavelli sínum en liðið hefur unnið alla leiki sína í keppninni hingað til.

Njarðvíkingar töpuðu gegn Valskonum 77-69 þar sem Erna Hákonardóttir skoraði 23 stig fyrir Njarðvíkinga og hin unga Elínora Einarsdóttir 18 stig. Njarðvíkingar hafa tapað öllum leikjum sínum til þessa.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tölfræðin:

Valur-Njarðvík 77-69 (20-21, 20-18, 14-13, 23-17)
Njarðvík: Erna Hákonardóttir 23/4 fráköst, Elínora Guðlaug Einarsdóttir 18, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir 16, Nikitta Gartrell 12/17 fráköst/5 stoðsendingar, Dagmar Traustadóttir 0, Júlia Scheving Steindórsdóttir 0, Svala Sigurðadóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0, Ásta Magnhildur Sigurðardóttir 0, Andrea Björt Ólafsdóttir 0/4 fráköst, Eygló Alexandersdóttir 0, Björk Gunnarsdótir 0/4 fráköst.

Keflavík-Fjölnir 102-69 (27-17, 18-22, 25-15, 32-15)
Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 29/13 fráköst/6 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 18, Lovísa Falsdóttir 15, Ingunn Embla Kristínardóttir 8/5 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 8, Hallveig Jónsdóttir 7, Telma Lind Ásgeirsdóttir 6/5 stoðsendingar, Svanhvít Ósk Snorradóttir 5, Elfa Falsdottir 4, Irena Sól Jónsdóttir 2.