Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar taka á móti Valletta í kvöld
Fimmtudagur 9. júlí 2009 kl. 08:58

Keflvíkingar taka á móti Valletta í kvöld


Keflvíkingar taka á móti Valletta frá Möltu í kvöld á Sparisjóðsvellinum. Þetta er seinni leikur liðanna en sá fyrri fór fram á Möltu fyrir viku þar sem heimamenn sigurðu 3-0.
Keflvíkingar áttu mjög góð tækifæri í leiknum en tókst ekki að koma boltanum í netið. Er það mál manna að leikurinn hafi ekki gefið rétta mynd af getu liðsins, hlutirnir hafi einfaldlega ekki gengið upp þann daginn. Það verður því forvitnilegt að sjá hvernig liðinu gengur á heimavelli í íslensku loftslagi en fyrri leikurinn fór fram í 30 stiga hita. Vissulega verður erfitt fyrir Keflvíkinga að vinna upp forskot Valetta en það er jú ekkert útilokað í þessum heimi. Á leiknum í kvöld verður frumflutt nýtt stuðningsmannalag.

Leikurinn hefst kl. kl. 19:15.

Mynd/Jón Örvar - Keflavíkurliðið á Möltu fyrir skemmstu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024