Keflvíkingar taka á móti KA í bikarnum
Í dag var dregið í sextán liða úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu en Keflavík var eina Suðurnesjaliðið sem eftir var í hattinum.
Keflvíkingar drógust gegn KA frá Akureyri og fer leikurinn fram í Keflavík þann 11. ágúst.
Bæði lið leika í efstu deild (KA í fjórða sæti en Keflavík í því níunda) og komu því beint inn í 32 liða úrslit Mjólkurbikarsins. KA lagði Stjörnuna í Garðabænum 1:2 til að komast í sextán liða úrslitin en Keflavík sigraði Breiðablik eftirminnilega 2:0 í framlengdum leik.