Keflvíkingar taka á móti Haukum - Suðurnesjaslagur í Garði
Keflvíkingar taka á móti Haukum í Inkasso-deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu á Nettóvellinum í Keflavík í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15.
Gengi Keflavíkur hefur alls ekki verið gott í síðustu leikjum. Liðið hefur tapað þremur af síðustu fimm leikjum, gert eitt jafntefli og aðeins náð fram sigri í einum leik. Liðið er með 14 stig eftir níu umferðir. Það er þó stutt í toppliðið en Fjölnir situr á toppi deildarinnar með 19 stig. Mótherjarnir í kvöld, Haukar, eru hins vegar í 9. sæti með 9 stig.
Það verður Suðurnesjaslagur í 2. deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu í kvöld. Á Nesfisksvellinum í Garði mætast Víðir og Þróttur Vogum en leikurinn hefst kl. 19:15.
Víðismenn eru í 3. sæti deildarinnar með 16 stig. Þróttur er í 10. sæti með 10 stig.