Keflvíkingar sýndu mikla yfirburði
á Norðurlandamóti í taekwondo
	Norðurlandamótið í taekwondo var haldið í Reykjanesbæ um helgina.Á mótið komu um 300 keppendur frá öllum Norðurlöndunum. Keflvíkingarnir sýndu mikla yfirburði á mótinu en fjórir af fimm keppendum Keflavíkur á mótinu unnu til gullverðlauna og allir komust á pall. 
	Auk þess var Ágúst Kristinn Eðvarðsson valinn karlkeppandi mótsins. 
	Bardagarnir voru gífurlega spennandi og skemmtilegir en Keflvíkingarnir sýndu yfirburði yfir marga sterka alþjóðlega keppendur sem þeir mættu á mótinu. 
	Árangurinn var eftirfarandi:
	Ágúst Kristinn Eðvarðsson - Gull 
	Andri Sævar Arnarsson -Silfur
	Eyþór Jónsson - gull
	Kristmundur Gíslason - gull
	Jón Steinar Mikaelsson - gull og tvenn silfur
	
	
	
	
	
	
				
	
				




 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				