Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar styrkja sig fyrir úrvalsdeildina
Mánudagur 14. mars 2005 kl. 17:04

Keflvíkingar styrkja sig fyrir úrvalsdeildina

Keflavíkurstúlkur eru stórhuga fyrir komandi átök í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Liðið sigraði í 1.deild kvenna með glæsibrag síðasta sumar og ætla þær að styrkja sig fyrir úrvalsdeildina í sumar. Í maí er öruggt að þrír leikmenn ganga til liðs við þær, Skotarnir Donna Cheyne og Claire McCombe sem hafa æft með liðinu undanfarið og leikmaður frá Bandaríkjunum. Þá eru tvær Serbneskar stúlkur til skoðunar hjá liðinu.

Keflvíkingar hafa hinsvegar misst þær Ingu Láru sem flutti erlendis, Bergeyju Sigurðardóttur sem ákvað að hætta að sinni og Helenu Steinsdóttur sem mun spila með ÍA á næsta tímabili. Ásdís Þorgilsdóttir segir að liðið verði einfaldlega að styrkja sig á meðan að þær séu að sanna sig meðal þeirra bestu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024