Keflvíkingar sterkari í nágrannaslagnum í Njarðvík
Keflvíkingar unnu fyrsta grannaslag ársins í Domino’s deild karla í körfubolta þegar þeir lögðu Njarðvíkinga í Njarðtaksgryfjunni með þrettán stiga mun, 77-90.
Keflvíkingar leuddu allan tímann, með mest 20 stigum en heimamann náðu að minnka muninn í þrjú stig í þriðja leikhluta en lengra komust þeir ekki og Keflvíkingar sigu aftur framúr og tryggðu sér sigur.
Keflvíkingar virtust líklegri allan tímann og virkuðu betri á öllum sviðum. Þeir eru með mjög sterka útlendinga þar sem Dominykas Milka fer mikinn í vörn og sókn og Deane Williams ekki mikið síðri. Hörður Axel Vilhjálmsson og Valur Orri Valsson eru líka báðir í toppformi og bekkurinn á eftir að koma sterkari inn þó hann hafi ekki skilað stigum í þessum leik.
Saman skoruðu Milka og Williams helming stiga Keflavíkur. Rodney Glasgow Jr. Skoraði 23 stig fyrir heimamenn og Antonio Hester 19 en hann fór af velli með 5 villur eftir að hafa reynt að standa vörn gegn Milka. Logi Gunnarsson sem hefur verið heitur í síðustu leikjum var ískaldur í þessum leik og skoraði aðeins 3 stig.
Keflvíkingar mæta Grindvíkingum á mánudag en bæði liðin eru taplaus í deildinni.
Njarðvík-Keflavík 77-90 (18-24, 23-29, 21-16, 15-21)
Njarðvík: Rodney Glasgow Jr. 23/6 fráköst, Antonio Hester 19, Mario Matasovic 16/11 fráköst, Jon Arnor Sverrisson 8, Adam Eidur Asgeirsson 5, Logi Gunnarsson 3, Veigar Páll Alexandersson 2, Ólafur Helgi Jónsson 1, Gunnar Már Sigmundsson 0, Bergvin Einir Stefánsson 0, Baldur Örn Jóhannesson 0, Rafn Edgar Sigmarsson 0.
Keflavík: Dominykas Milka 32/19 fráköst, Deane Williams 25/7 fráköst, Calvin Burks Jr. 12, Valur Orri Valsson 11, Hörður Axel Vilhjálmsson 10/7 stoðsendingar, Reggie Dupree 0, Magnús Pétursson 0, Þröstur Leó Jóhannsson 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0, Davíð Alexander H. Magnússon 0, Arnór Sveinsson 0, Ágúst Orrason 0.