Keflvíkingar spila til úrslita á Hitaveitumótinu
Keflavík sigraði ÍBV, 2-1, á Hitaveitumótinu í knattspyrnu í gær í Reykjaneshöllinni. ÍBV komst yfir í snemma í leiknum en ungu strákarnir í Keflavík gáfust ekki upp og náðu að sigra með mörkum frá Hauk Inga Guðnasyni og Hirti Fjelsted.FH sigraði ÍA, 3-0, í fyrri leik mótsins og munu því Keflvíkingar leika við FH á morgun í úrslitum mótsins og hefst sá leikur kl. 14:30.