Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar sóttu stig í Hafnarfjörð
Ásbjörn Þórðarson og Frans Elvarsson stigu ekki feilspor í vörn Keflavíkur í gær. Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 26. ágúst 2021 kl. 09:28

Keflvíkingar sóttu stig í Hafnarfjörð

Það fór illa viðureign Keflavíkur og FH í Pepsi Max-deild karla í knattspyrrnu þegar þeir síðarnefndu sóttu Keflvíkinga heim um síðustu helgi en sömu lið mættust aftur í gær, fjórum dögum síðar, þegar leikinn var leikur sem hafði verið frestað úr sjöundu umferð. Minnstu munaði að Keflavík næði að hefna ófara helgarinnar en liðin skildu jöfn að loknum markalausum leik.

Jafntefli myndi yfirleitt teljast jákvæð úrslit, sérstaklega í ljósi þess að Keflavík var án tveggja sterkra varnarmanna, fyrirliðans Magnúsar Þórs Magnússonar og Nacho Heras. Þeir Frans Elvarsson og Ástbjörn Þórðarson náðu hins vegar mjög vel saman í vörn Keflavíkur og héldu öllum sóknartilþrifum FH-inga niðri.

Marley Blair átti fínan leik en hefði getað klárað leikinn þegar hann komst einn á móti markmanni.

Marley Blair fékk gullið tækifæri í seinni hálfleik til að koma Keflavík í forystu þegar Christian Volesky átti sendingu inn fyrir vörn FH þar sem Blair var einn gegn markmanni en skaut fram hjá. Keflvíkingar voru hættulegri framan af í seinni hálfleik en undir lok leiksins þyngdist sókn heimamanna en vörn Keflavíkur stóð sína vakt og sá til þess að liðið tæki eitt stig úr leiknum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nú þegar fjórar umferðir eru eftir af Íslandsmótinu eru Keflvíkingar í níunda sæti með átján stig. HK og ÍA eru í fallsætunum með fjórtán og tólf stig svo sæti Keflavíkur í efstu deild hefur ekki verið tryggt ennþá. Næsti leikur Keflvíkingna verður mjög mikilvægur en þá mæta þeir HK og með sigri geta þeir komið sér í þægilegri stöðu og fjarlægst fallbaráttuna.