Keflvíkingar slakir gegn KA - „vandræðalegt“
„Þetta var mjög slakt á köflum, nánast vandræðalegt,“ sagði Eysteinn Húni Hauksson, þjálfari Keflvíkinga eftir 0-3 tap gegn KA í Pepsi-deildinni í knattspyrnu á Nettó-vellinum í Keflavík í kvöld.
Keflvíkingar byrjuðu leikinn af krafti en fengu svo tvö mörk í andlitið á stuttum tíma í fyrri hálfleik, annað út víti.
Þriðja mark norðanmanna kom einnig úr víti en heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að laga stöðuna og voru ákveðnir þegar leið á seinni hálfleikinn en allt kom fyrir ekki.
Ellefta tap sumarsins staðreynd og tíu stig í næst neðsta liðið, Fjölni.
VF ræddi við Eysteinn þjálfara eftir leikinn og hann var m.a. spurður að því hvort mótið væri ekki búið fyrir Keflavík.