Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Keflvíkingar slakir gegn KA - „vandræðalegt“
Saga Keflavíkur í sumar, vonbrigði. VF-myndir/pket.
Sunnudagur 12. ágúst 2018 kl. 21:13

Keflvíkingar slakir gegn KA - „vandræðalegt“

„Þetta var mjög slakt á köflum, nánast vandræðalegt,“ sagði Eysteinn Húni Hauksson, þjálfari Keflvíkinga eftir 0-3 tap gegn KA í Pepsi-deildinni í knattspyrnu á Nettó-vellinum í Keflavík í kvöld.
Keflvíkingar byrjuðu leikinn af krafti en fengu svo tvö mörk í andlitið á stuttum tíma í fyrri hálfleik, annað út víti.
Þriðja mark norðanmanna kom einnig úr víti en heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að laga stöðuna og voru ákveðnir þegar leið á seinni hálfleikinn en allt kom fyrir ekki.
Ellefta tap sumarsins staðreynd og tíu stig í næst neðsta liðið, Fjölni.

VF ræddi við Eysteinn þjálfara eftir leikinn og hann var m.a. spurður að því hvort mótið væri ekki búið fyrir Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024