Keflvíkingar skoruðu 3 mörk í seinni hálfleik - Njarðvík tapaði (Myndaveisla)
Keflvíkingar unnu góðan sigur á Magna á Grenivík 1-3 en leikið var fyrir norðan í fjölnota húsinu Boganum. Njarðvíkingar töpuðu hins vegar á heimavelli gegn sterku liði Þórs frá Akureyri 0-2.
Keflvíkingar lentu undir gegn norðanmönnum og þannig var staðan í hálfleik. Keflavík var hins vegar mun betri aðilinn í seinni hálfleik og skoruðu þrjú mörk. Þeir Ingimundur Guðnason (60. mín.) og Adam Árni Róbertsson (60. mín.) skoruðu tvö eftir harðar sóknir bítlabæjarliðsins og svo í uppbótartíma bætti Rúnar Þór Sigurgeirsson við þriðja markinu og það urðu lokatölurnar, 1-3 fyrir Keflavík.
Njarðvíkingar voru í ströggli gegn Þórsurum í Njarðvík og náðu ekki að ógna norðanmönnum. Þeir náðu ekki að fylgja eftir góðum sigri í fyrstu umferð en Þór er spáð toppbaráttu í deildinni en þeir hafa unnið tvo fyrstu leikina eins og Keflavík.