Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Keflvíkingar skora á stuðningsmenn
Föstudagur 5. maí 2006 kl. 15:19

Keflvíkingar skora á stuðningsmenn

Keflvíkingar vinna hörðum höndum þessa dagana að undirbúa sig fyrir átökin í Landsbankadeildinni. Það eru ekki bara leikmenn sem standa í ströngu því að nú liggur einnig á að ljúka frágangi í kringum völlinn og hafa stjórnarmenn skorað á vaska stuðningsmenn að ljá þeim hjálparhönd.

Á morgun kl. 10 hefst vinna við að koma upp auglýsingarskiltum og þess háttar og er öllum frjálst að koma og taka þátt. Starfið mun standa fram á dag, en stefnt er að því að klára uppsetninguna.

Mynd/Jón Örvar: Frá uppsetningu skiltanna. Keflvíkingar lofa betra veðri á morgun
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024