Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Keflvíkingar skelltu Stjörnumönnum í Sláturhúsinu
Fimmtudagur 25. október 2018 kl. 21:45

Keflvíkingar skelltu Stjörnumönnum í Sláturhúsinu

Keflvíkingar áttu frábæran endasprett og nældu í frábæran sigur gegn sterkum Stjörnumönnum í Sláturhúsinu í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 68-66 í frábærum körfuboltaleik en sigurinn kemur Keflvíkingum í annað sæti í deildinni.

Reggie Dupree áttu aftur risastóra þriggja stiga körfu undir lokin sem kom Keflvíkingum yfir 68-66 en þeir höfðu verið í eltingarleik lengst af. Varnarleikurinn var í aðalhlutverki hjá þessum öflugu liðum og skotin ekki að detta fyrir utan hjá heimamönnum. Keflvíkingar sýndu sterkan karakter í fjórða leikhluta og gáfust aldrei upp. 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Keflavík-Stjarnan 68-66 (13-22, 17-14, 14-18, 24-12)
Keflavík: Michael Craion 15/8 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 14/4 fráköst/6 stoðsendingar, Magnús Már Traustason 10/5 fráköst, Gunnar Ólafsson 9/4 fráköst, Mantas Mockevicius 8, Guðmundur Jónsson 4/4 fráköst, Reggie Dupree 3, Javier Seco 3, Ágúst Orrason 2, Þröstur Leó Jóhannsson 0, Davíð Páll Hermannsson 0, Sigurþór Ingi Sigurþórsson 0.