Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 14. febrúar 2002 kl. 21:55

Keflvíkingar sitja sem fastast í toppsætinu

Keflvíkingar sigruðu granna sína úr Grindavík 96:85 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Damon Johnson var bestur hjá Keflavík með 38 stig en Tyson Petterson skoraði 24 stig fyrir Grindavík.Leikurinn var jafn til að byrja með en Keflvíkingar voru með 12 stiga forstkot í hálfleik. Í seinni hálfleik hófu Keflvíkingar sýningu og náðu á tímabili 28 stiga forskoti. Sú forysta var fljót að fara því Grindvíkingar voru mjög sterkir í síðasta fjórðungnum og minnkuðu muninn í 8 stig en það var næst sem þeir komust og Keflvíkingar sigruðu.
Damon Johnson var bestur hjá Keflvíkingum með 38 stig og 10 fráköst en Magnús Gunnarsson átti líka góðan leik og skoraði 21 stig og hirti 8 fráköst.
Hjá Grindvíkingum var Tyson Petterson bestur með 24 stig og 9 fráköst og Helgi Jónas Guðfinnsson var með 21 stig.
Keflvíkingar eru nú einir í toppsætinu með 28 stig en KR á leik til góða.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024